Verkefni

Dariali vatnsaflsvirkjunin

Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun, verkhönnun og útboðsgögn ásamt deilihönnun byggingahluta virkjunarinnar og yfirferð á hönnun verktaka.

Dariali vatnsaflsvirkjunin er staðsett í Tergi ánni í Kazbegi-héraði nálægt bænum Stepantzminda í norðurhluta Georgíu. Staðurinn er um 160 km norður af Tbilisi og einkennist af háum fjöllum og djúpum dölum, dæmigert fyrir Kákasus-svæðið. Virkjað rennsli er 33 rúmmetrar á sekúndu og fallhæð 379,3 m.

Tergi áin er stífluð í um 1729 m hæð með lágu steyptu yfirfallsmannvirki.  Frá inntakslóni virkjunarinnar er vatninu veitt að gangamunna um tvær niðurgrafnar 2184 m langar stálpípur, sem hvor um sig er 2,4 m í þvermál.  Þrýstifallsgöngin eru um 5040 m löng frá inntaki ganganna að neðanjarðar stöðvarhúsi, boruð út með jarðgangaborvél (TBM), 5,5 m að þvermáli.

Stöðvarhúsið er 71 m á lengd, 13,5 m á breidd og um 28 m á hæð, hefðbundinn neðanjarðarhvelfing, sem er styrkt er með bergboltum og sprautusteypu, og hýsir þrjár 36 MW Pelton-vélar á lóðréttum ás.  Efsti hluti stöðvarhússins er um 110 m undir yfirborði jarðar.  Frárennslisgöng, 500 m löng, 5 m á hæð og 5 m á breidd, liggja frá stöðvarhúsinu að Dariali dalnum, og veita vatninu inn í uppistöðulón Larsi HPP í Tergi ánni.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Georgía 

Stærð:

108 MW og 500 milljón kWh á ári 

Verktími:

2011 –