Verkefni

Heildstæð úttekt á smávirkjanakostum

Verkefnið Smávirkjanir á Vestfjörðum var samþykkt sem áhersluverkefni árið 2019 innan sóknaráætlunar Vestfjarða.

Áhersluverkefni tengjast þáttum svo sem atvinnuuppbyggingu, nýsköpun, menningu, menntun eða byggðaþróun og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Nánar um verkefnið

Úttektin gengur út að greina hvort þörf sé á að stofna smávirkjanasjóð á Vestfjörðum sem hefði það að markmiði að styðja við fyrstu skref í rannsóknum og auka möguleika á litlum virkjunum á Vestfjörðum.

Í úttektinni verður rannsakað og skráð hvaða virkjanakostir hafa þegar verið skoðaðir, vatnasvið allra Vestfjarða verða skimuð og skoðað hverjar séu helstu kennistærðir virkjanna. Niðurstöður skýrslunnar verður hægt að nota til að meta hvaða virkjanakostir á Vestfjörðum séu líkast til hagkvæmastir.

Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi á landsbyggðinni og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar á landinu. Til smávirkjana teljast virkjanir með uppsett afl allt að 10 megavött.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Vestfirðir

Verktími:

2020-

 

Heimsmarkmið