Verkefni

Hitaveita í Galanta

Verkís hannaði hitaveitu í bænum Galanta í Slóvakíu á árunum 1991-1996. 

Hitaveitan sér þriðjungi íbúa fyrir heitu vatni og er þannig hægt að draga úr notkun á jarðvarmaeldsneyti til upphitunar. 

Nánar um verkefnið

Tvær borholur sem gefa 78°C heitt vatn með 35 l/s sjálfbæru flæði eru nýttar með dælum í um 100m dýpi. Eftirspurn til húshitunar nemur 6.500 kW til íbúðarhúsnæða og 5.400 kW til sjúkrahúss. Upphitun á kranavatni þarf um 1.200 kW varmaorku, alls er árleg orkuþörf allt að 35 GWst/ári, þar af um 95% jarðvarmi.

Verkís annaðist hagkvæmniathuganir, hönnun, áætlanagerð, útboðsgögn, verkefnastjórn, rýni og samþykki teikninga, framkvæmdaeftirlit, gangsetningu og prófanir.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Galanta í Slóvakíu

Stærð:

6,5 MW og 35 l/s

Verktími:

1991 – 1996

 

Heimsmarkmið