Verkefni

Pamukören

Jarðvarmaorkuverið Pamukören nýtir varma frá samnefndu jarðhitasvæði á Menderes-svæðinu í Tyrklandi.

Verkís veitti ráðgjöf við prófun og gagnsetningu.

Nánar um verkefnið

Çelikler Jeotermal Elektrik Üretim A.S. er virkur þátttakandi í orku-, byggingar- og námugeiranum í Tyrklandi. Fyrirtækið hefur nýtt varma Pamukören jarðhitasvæðisins á Menderes-svæðinu á undanförnum árum. Virkjunin sameinar fimm 22,5 MW tvívökva einingar með heildar uppsett afl upp á 112,5 MW. Orkuverið var gangsett 2015.

Prófanir og gangsetning eru afgerandi þáttur í uppbyggingu jarðvarmavirkjana sem síðustu skrefin áður en virkjanir eru teknar í rekstur.  Þverfaglegt teymi Verkís býr yfir víðtækri reynslu á þessu sviði.  Allur búnaður og kerfi þurfa að vera yfirfarin og prófuð á réttan hátt, þannig að fulltryggt sé að rekstur virkjunarinnar virki á öruggan, skilvirkan og stýrðan hátt, bæði við venjulegar aðstæður og neyðaraðstæður.  Skilvirk og kerfisbundin skipulagning þessara þátta er lykillinn að farsælli útkomu verkefna.   Sérstök áhersla er lögð á skipulagningu og samhæfingu prófunar- og gangsetningaraðgerða ásamt framsetningu verkferla, þar á meðal gátlista og skjalfestingu prófunarniðurstaðna.

Sérfræðingar Verkís aðstoðuðu „turn-key“ verktakann Atlas Copco við prófun og gangsetningu raf-, stjórn- og varnarkerfa Pamukören I, II, III, IV og V tvívökva jarðvarmaorkuveranna.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Pamukören, Tyrkland 

Stærð:

5×22,5 MW

Verktími:

2014 – 2015   

 

Heimsmarkmið