Verkefni

Qorlortorsuaq vatnsaflsvirkjunin

Stjórn Grænlands stefnir að því að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orku og hefur áherslan verið á vatnsaflsverkefni. 

Virkjað rennsli er 2x 4,2 rúmmetrar á sekúndu.

Qorlortorsuaq vatnsaflsvirkjunin er mikilvægur þáttur í fjölda fyrirhugaðra vatnsaflsframkvæmda á Grænlandi. Qorlortorsuaq vatnsverkefnið, sem er staðsett á Suður-Grænlandi, var unnið sem heildarverksamningur Pihl/Ístaks, Yit og Landsvirkjunar.

Verkefnið virkjar vatn úr náttúrulegu stöðuvatni með innstreymi að meðaltali 3,9 m3/s.  Steypt stífla, 8 m há og 900 m löng, hækkar vatnsborð stöðuvatnsins úr 120,5 m í 128 m yfir sjávarmáli.  Vatn er leitt frá inntaksmannvirki í gegnum 225 m löng aðrennslisgöng og 350 m langar fallpípur úr stáli niður í  tvær 3,8 MW Francis vélar á lóðréttum ás, staðsettum í utanhúss stöðvarhúsi.

Í stöðvarhúsinu er brúarkrani, varadísilvél, vélaverkstæði, stjórnherbergi, eldunaraðstaða og fullbúið gistirými fyrir 4 menn.

Framleitt rafmagn virkjunarinnar sér nærliggjandi bæjum Qaqortoq og Narsaq (samtals um 5.500 íbúa) fyrir rafmagni, og kemur í staðinn fyrir dísilrafstöðvar, og gerir bæinn þannig óháðan innfluttu eldsneyti.

Sérfræðingar Verkís unnu staðarmat og hagkvæmniathugun, EPC tilboðsgerð, útboðshönnun fyrir undirverktaka, deilihönnun allra byggingahluta virkjunarinnar, deilihönnun og/yfirferð hönnunar raf- og vélbúnaðar, sem og úttektir og gangsetningu virkjunarinnar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Grænland   

Stærð:

2x 3,8 MW og 27,5 kWh á ári

Verktími:

2003 – 2007  

 

Heimsmarkmið