Verkefni

Tengivirki Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjastrengur 3, sem tekinn var í notkun í október árið 2013, var gerður fyrir 66 kílóvatta spennu en var fyrstu árin rekinn á 33 kílóvatta spennu.

Með nýja tengivirki Vestmannaeyjum tvöfaldast flutningsgeta raforku til Vestmannaeyja, þar sem hægt er að hækka spennuna upp í 66 kílóvött. Þar af leiðandi eykst afhendingaröryggi og framboð raforku auk þess að atvinnulíf á staðnum styrkist.

Verkís átti einnig þátt í lagningu Vestmannaeyjastrengs 3 á sínum tíma og gerði þá meðal annars hagkvæmnisathugun fyrir verkið, útboðsgögn fyrir lagningu strengsins, verkefnisáætlun, mat á umhverfisáhrifum og sá einnig um hönnun rafbúnaðar fyrir bráðabirgðatengingu strengsins. Við undirbúning lagningar sæstrengsins nýtti Verkís reynslu frá lagningu vatnslagnar til Vestmannaeyja árið 2008.

Samhliða byggingu nýja tengivirkisins í Vestmannaeyjum þurfti að breyta tengivirkinu í Rimakoti, sem tengir Vestmannaeyjar við land og styrkja Rimakotslínu 1 frá Hvolsvelli að tengivirkinu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Vestmannaeyjar

Stærð:

66 kílóvött

Verktími:

2015-2017

 

Heimsmarkmið