Verkefni

Þeistareykjavirkjun

Þeistareykjavirkjun er 90 megavatta gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 megavatta áföngum. 

Hönnun virkjunarinnar tók mið af hagkvæmni, góðri nýtingu auðlindarinnar og samspil við umhverfið á Þeistareykjum.

Nánar um verkefnið

Ráðgjafahópur Verkís og Mannvits annaðist allan vélbúnað, rafbúnað og stjórnbúnað, sem og gufuveitu, stöðvarhús og önnur mannvirki. Ráðgjafahópurinn kom einnig að þeim hluta framkvæmdaeftirlits sem sneri að vél-, raf- og stjórnbúnaði auk landmótunar, sem og aðstoð við prófanir og gangsetningu.

Framkvæmdir hófust í apríl 2015 og formleg gangsetning fyrri áfangans fór fram 17. nóvember 2017. Seinni vélasamstæða virkjunarinnar var tekin í notkun í apríl 2018. Megnið af rafmagninu sem er framleitt á Þeistareykjum verður notað á iðnaðarsvæðinu á Bakka, eða um 50 megavött. Afgangsorkunni verður veitt inn á flutningskerfið.

Verkís sá um útboðshönnun rafbúnaðar, aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma vegna tengivirkis sem var reist samhliða virkjuninni. Verkís tók þátt í verkefnisstjórn verkefnisins ásamt Mannviti en fyrirtækin sáu um verkfræðilega hönnun verkefnisins og hönnunarstjórn.

Þeistareykjavirkjun hlaut hin virtu verðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award í október 2019. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Norðausturland

Stærð:

45 megavött

Verktími:

2011-2018

 

Heimsmarkmið