Einbúavirkjun

Áhrif mannvirkja Einbúavirkjunar á ásýnd lands

Mannvirki Einbúavirkjunar hafa verið sett inn á ljósmyndir og landlíkan til að sýna breytingar sem verða á ásýnd lands við framkvæmdasvæði og nágrenni þess. Var lögð áhersla á að taka myndir frá þeim sjónarhornum þar sem líklegast er að fólk sé á ferð, þ.e. frá þjóðvegum og gönguleiðum. Fyrirhuguð mannvirki voru teiknuð í þrívíddarlíkani og síðan komið fyrir í landlíkani til að gefa rétta mynd af afstöðu og hlutföllum mannvirkja frá mismunandi sjónarhorni. Þá voru tölvuteiknuð mannvirki sett inn á ljósmyndir. Við vinnslu mynda er sýna ásýndarbreytingu lands var tekið mið af áferð og litbrigðum þess lands sem fyrir eru á viðkomandi svæðum. Taka verður fram að tölvugerðar myndir eru tillögur að því hvernig mannvirki koma til með að líta út í landslaginu.

Til að draga úr áhrifum á ásýnd virkjunarinnar mun hönnun mannvirkja miða að því að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmdarinnar. Stöðvarhúsið verður að mestu niðurgrafið og áformað er að nýta jarðefni sem falla til vegna framkvæmdarinnar til landmótunar. Mótaðir verða hólar og hæðir meðfram skurðum til samræmis við landið sem fyrir er. Við yfirborðsfrágang á landmótunarsvæðum verði notaður áþekkur gróður og er í nærliggjandi umhverfi og svarðlag og jarðvegur af svæðinu verður endurnýttur til frágangs og uppgræðslu. Í frummatsskýrslu er sett fram áætlun um landmótun, sem jafnframt hefur verið felld inn í landlíkan.

Myndatökustaðir Einbúavirkjun

Kortið sýnir hvar myndir voru teknar. Hver myndatökustaður er merktur með bókstaf og pílu sem sýnir í hvaða átt myndin er tekin.

Hér að neðan má sjá ljósmyndirnar sem sýna annars vegar núverandi ásýnd lands og hvernig ásýndin mun líklega vera að framkvæmdum loknum, þ.e. vegna mannvirkja og landmótunar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjónarhorn A og B – inntaksvirki og yfirfall í Skjálfandafljóti að sumri séð frá Bárðardalsvegi vestri og eystri
Flæða mun vel yfir yfirfallið í ánni að jafnaði frá apríl til desember og mannvirkið því ekki sjáanlegt. Þó mun líklega myndast „brot“ í sjónlínu fljótsins. Sett verður stórgrýti á stöku stað í kringum yfirfallið til þess að mynda flúðir og milda ásýnd brotsins í farvegi árinnar.

Sjónarhorn G - inntaksvirki og yfirfall að vetrarlagi séð frá vesturbakka Skjálfandafljóts
Að vetrarlagi þegar minnst rennsli er í Skjálfandafljóti, frá janúar til apríl, er líklegt að yfirfallið sjáist. Undir slíkum kringumstæðum verður rennsli til virkjunarinnar stýrt þannig að neðan yfirfallsins verði aldrei minna rennsli en 6 m3/s, svokallað lágmarksrennsli, sem renna mun um fiskveg að vestanverðu og krapafleytu inntaksvirkis að austanverðu. Um 2,6 km neðar verður rennsli Skjálfandafljóts óskert þegar frárennsli virkjunarinnar hefur sameinast árvatninu á ný.

Sjónarhorn C – frá Bárðardalsvegi eystri að aðveituskurði.
Landmótunarsvæði verður milli þjóðvegar og aðveituskurðar.

Sjónarhorn D - frá Bárðardalsvegi eystri í átt að stöðvarhúsi.
Landmótunarsvæði verður milli þjóðvegar og aðveituskurðar.

Sjónarhorn E - horft af vegi að sumarhúsum í átt að þjóðvegi.
Tilhögun A. Fráveita að hluta í jarðgöngum, undir Kálfborgará, og skurði síðasta spölinn neðan þjóðvegar að Skjálfandafljóti.

Tilhögun B. Fráveita virkjunar í skurði alla leið.

Sjónarhorn F - frá Bárðardalsvegi eystri í átt að fráveituskurði.
Tilhögun A. Fráveita að hluta í jarðgöngum, undir Kálfborgará, og skurði síðasta spölinn neðan þjóðvegar að Skjálfandafljóti.

Tilhögun B. Fráveita virkjunar í skurði alla leið.

Sjónarhorn G – frá vesturbakka Skjálfandafljóts í átt að bænum Kálfborgará.

Sjónarhorn H - til austurs í átt að bænum Kálfborgará frá göngu- og reiðleið við Eyjardal.