Gönguskarðsárvirkjun
Sauðárkrókur
Verkís annaðist alla hönnun mannvirkja og búnaðar og eftirlit með framkvæmdum. Verkið fól í sér heildarþjónustu við Íslandsvirkjun, eiganda virkjunarinnar.
Stærðir: 1.650 kW |
Verktími: 2015 - 2016 |
Almennt um verkefnið:
Gönguskarðsá var virkjuð á árunum 1947 - 1949. Gönguskarðsá er dragá sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Meðalrennsli er 3-5 m3/s og vatnasvið eru um 167 km2. Vatni var veitt úr litlu lóni ofan við Sauðárkrók og að aflstöð nyrst í bænum. Vorið 2007 gaf aðveitupípa virkjunarinnar sig og varð mikið tjón þegar aur og vatn flæddi inn í hús. Framkvæmdir við endurbyggingu Gönguskarðsárvirkjunar hófust í júlí 2015.
Verkís annaðist alla hönnun mannvirkja og búnaðar og eftirlit með framkvæmdum. Verkið fólst í heildarþjónustu við Íslandsvirkjun eiganda Gönguskarðsárvirkjunar. Uppsett afl virkjunarinnar er 1.650 kW og framleiðir hún rafmagn sem fer inn á dreifikerfi RARIK. Hægt er að reka virkjunina á einangruðu neti sem þýðir aukið raforkuöryggi íbúa á Sauðárkróki.
Verkís vann deiliskipulag og matskyldufyrirspurn vegna umhverfismála, sá um samskipti við skipulagsfulltrúa og Skipulagsstofnun og vann kostnaðar- og verkáætlun. Verkís gerði verklýsingu fyrir vélbúnað, rafbúnað og þrýstipípu og aðstoðaði við samningagerð við verktaka. Verkís gerði aðalteikningar fyrir stöðvarhús og jöfnunarþró ásamt því að hanna lokubúnað í inntaki, pípuleið, jöfnunarþró og stöðvarhúsi. Verkís vann mat á stíflu og tillögur að lagfæringum og sá um mælingar, eftirlit og aðstoð á framkvæmdartíma.
Gönguskarðsárvirkjun var formlega gangsett á ný 12. maí 2016.