Varnarbúnaður

Nesjavallavirkjun

Nesjavellir

  • Nesjavellir-jardvarmi

Verkís tók þátt í stjórnun verkefnisins og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum ásamt öllum byggingahlutum virkjunarinnar.

 Stærðir: 120 MWe og 960 GWh/ár
 Verktími:  1987 - 2000
Almennt um verkefnið:

Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun hófust 1987. Í september 1990 var orkuverið formlega gangsett. Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 MW af rafmagni og 300 MW í varmaorku, með heitu vatni sem er flutt um 27 km langa aðveitulögn til Reykjavíkur. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380°C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW orku, sem nægir til hitaveitu fyrir 7.500 manns og umframgufa er notuð samtímis til rafmagnsframleiðslu.

Verkís tók þátt í stjórnun verkefnisins og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum ásamt öllum byggingahlutum virkjunarinnar. Þá annaðist Verkís verkefnastjórnun, hönnun og eftirlit með heitavatnsæðinni til Reykjavíkur, Nesjavallaæð. Verkefni: Nesjavallaæð

Fyrsti áfangi
Gerð 100 MWt varmaorkuvers. Verkið fólst m.a. borun háhitaholna, gerð gufuveitu, byggingu skiljustöðvar, gufulokahúsa, dælustöðvar, áhaldahúss, varmastöðvar og gestamóttöku með öllum tilheyrandi búnaði. Verkís tók þátt í verkefnisstjórnun framkvæmdarinnar og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum auk alls byggingaverkfræðihluta og allra lagna í jörðu sem tilheyrðu verkinu.

Annar áfangi
Stækkun varmastöðvar úr 100 MWth í 150 MWth. Verkið fólst m.a. stækkun stöðvarhúss, smíði og uppsetningu á búnaði, s.s. gufusafnæðum, skiljum, gufuháf, þrýstidempurum, varmaskiptum. Verkís tók þátt í verkefnisstjórnun framkvæmdarinnar og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum auk alls byggingaverkfræðihluta og allra lagna í jörðu sem tilheyrðu verkinu.

Þriðji áfangi
60 MWel rafstöð. Verkið fólst m.a. í útboði vélasamstæðna og búnaðar, hönnun og eftirlit við borun, gufuveitu, dælustöð, skiljustöð, kaldavatnsgeymi og rafstöðvar með öllum tilheyrandi búnaði. Verkefnisstjórnun, hönnun og eftirlit á byggingum, neðanjarðparlögnum, raf- og stjórnbúnaði og gangsetningarprófunum.

Fjórði áfangi
Stækkun rafstöðvar úr 60 MWel í 90 MWel . Verkið fólst m.a.í borun háhitaholna, breytingum á gufuveitu og öðrum búnaði, gerð nýrra safnæða og niðurrennslisveitu, byggingu lokahúss, stækkun dælustöðvar, skiljustöðvar og rafstöðvarbyggingar með öllum tilheyrandi búnaði. Verkís tók þátt í verkefnisstjórnun framkvæmdarinnar og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum, stjórnbúnaði vélasamstæðu, gangsetningarprófunum auk alls byggingaverkfræðihluta og allra lagna í jörðu sem tilheyrði verkinu.

Fimmti áfangi
Stækkun varmastöðvar úr 150 MWth í um 300 MWth. Verkið fólst í stækkun bygginga, smíði og uppsetningu á tilheyrandi búnaði. Verkís tók þátt í verkefnisstjórnun og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum auk alls byggingaverkfræðihluta og allra lagna í jörðu sem tilheyrðu verkinu.

Sjötti áfangi
Stækkun rafstöðvar úr 90 MWel í 120 MWel . Verkið fólst m.a.í borun háhitaholna, stækkun gufuveitu og niðurrennslisveitu, stækkun stöðvarhúss, byggingu áhaldahúss og kæliturnaþróar með öllum tilheyrandi búnaði. Verkís tók þátt í verkefnisstjórnun og annaðist hönnun og eftirlit á byggingum, rafbúnaði, stjórnbúnaði og aðstoðaði við gangsetningarprófunum.