Orka
Hellisheiði
Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun í eigu og rekstri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur.
Stöðin er tengd við jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði með gufulögn sem var tekin í notkun árið 2016.
Orka
Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun í eigu og rekstri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur.
Stöðin er tengd við jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði með gufulögn sem var tekin í notkun árið 2016.
Virkjað er með því að bora um þrjátíu borholur, á 2.000 til 3.000 metra dýpi. Úr holunum streymir jarðhitavökvi, blanda af gufu og vatni og er honum safnað í skiljustöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir tveimur aðskildum aðveituæðum í stöðvarhús virkjunarinnar. Stöðvarhúsið er tvískipt, rafstöð og varmastöð. Í stöðinni eru sjö vélar til rafmagnsframleiðslu og varmastöð fyrir heitt vatn.
Gufan knýr túrbínur til raforkuframleiðslu og fer rafmagnið inn á dreifikerfi Landsnets. Heita vatnið er leitt inn varmastöð þar sem það er notað til að hita upp kalt ferskvatn til húshitunar.
Verkís tók þátt í verkefnisstjórn við hönnun og framkvæmdir við virkjunina og annaðist allan rafbúnað, stjórnbúnað vélasamstæðu, varnarbúnað, byggingarvirki, samgönguvirki, jarðvinnu og lagnir í jörðu. Einnig hönnun á þrýstidempurum fyrir kaldavatnsveitu virkjunarinnar. Þá tók Verkís einnig þátt í gerð útboðsgagna.
Staðsetning:
Hellisheiði, Suðurland
Stærð:
303 megavött rafmagns og 2.300 gígavattstundir á ári
Verktími:
2006-2011