Verkefni

Svartsengi

Orkuverið í Svartsengi var fyrsta jarðvarmaorkuver í heiminum þar sem framleitt var rafmagn og hitaveituvatn

Boranir eftir gufu á Svartsengissvæðinu hófust um miðjan nóvember 1971 og átti að bora um 700 metra djúpa holu en við 250 m dýpi var hiti hennar orðinn um 200°C

Nánar um verkefnið

Staðsetning orkuversins dregur nafn sitt af áningarstað hestamanna til forna, en það er svæðið austan núverandi Grindavíkurvegar gengt orkuverinu. Sjálft orkuverið stendur á hrauni sem rann árið 1226 sem heitir Illahraun.

Í fyrsta áfanga voru boraðar þrjár holur, sú dýpsta 400 metrar. Þessar holur voru notaðar við heitavatnsframleiðslu í varmaskiptastöð sem var byggð árið 1976. Strax við virkjun þessara gufuhola fór skiljusjórinn að mynda affallslón sem í dag er hið fræga Bláa lón. Vatni var hleypt á fyrstu húsin í Grindavík 6. nóvember 1976 og ári síðar, 30. desember 1977, á fyrstu húsin í Njarðvík. 

Orkuver 1
Hannað og byggt á árunum 1977 – 1979. Þar eru tveir eins megavatta mótþrýstigufuhverflar af AEG gerð en sá fyrri var tekinn í notkun árið 1978 og sá seinni árið 1979. 
Orkuver 2

Byggt á árunum 1979 – 1980 og var tekið í notkun það ár. Í orkuverinu eru þrjár varmaskiptarásir sem hver getur afkastað 75 lítrum á sekúndu af 125°C, sem er 3 x 25 megavatta eða 75 megavött samtals. 

Orkuver 3

Raforkuver með sex megavatta mótþrýstigufuhverfil. 

Orkuver 4

Raforkuver með sjö Ormat Ísopentan-hverfla sem nota umframgufu, lágþrýstigufu, frá hinum orkuverunum. Hver samstæða framleiðir 1,2 megavött.

Orkuver 5

Bygging orkuvers fimm í Svartsengi fór af stað vegna nauðsynlegrar endurnýjunar elsta hluta orkuversins í Svartsengi , og stækkunar til framtíðar ásamt því markmiði að nýta jarðhitakerfið á sem hagkvæmastan hátt. Orkuver fimm er virkjun með 30 megavatta eimsvala hverfli og 75 megavatta varmaskiptakerfi ásamt gasdælum og gufuþeysum.

Orkuver 6

Eimsvalavirkjun með nokkuð sérstæðum gufuhverfli. Aflgeta hverfilsins er allt að 30 megavött.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykjanes

Stærð:

75 megavött og 150 gígavattstundir á ári

Verktími:

1978-

 

Heimsmarkmið