Jarðvarmi

Þeistareykjavirkjun

Norðausturland

  • Þeistareykir forsíðumynd

Verkís var annar aðalráðgjafa eiganda virkjunarinnar og annaðist þar með m.a. allan vélbúnað, rafbúnað og stjórnbúnað og kom einnig að framkvæmdaeftirliti að hluta, auk landmótunar og aðstoð við prófanir og gangsetningu. 

 Stærðir: 45 MW 
 Verktími:  2011 - 2018

Almennt um verkefnið: 
Þeistareykjavirkjun er 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 MW áföngum. Fullnaðarhönnun Þeistareykjavirkjunar og gerð útboðsgagna hófst í lok árs 2011. Verkís og Mannvit voru aðalráðgjafar Landsvirkjunar í þessu verki, ásamt TARK og Landslagi. Hönnun virkjunarinnar tók mið af hagkvæmni, góðri nýtingu auðlindarinnar og samspil við umhverfið á Þeistareykjum.

Ráðgjafahópur Verkís og Mannvits annaðist meðal annars allan vélbúnað, rafbúnað og stjórnbúnað, sem og gufuveitu, stöðvarhús og önnur mannvirki. Ráðgjafahópurinn kom einnig að þeim hluta framkvæmdaeftirlits sem sneri að vél-, raf- og stjórnbúnaði auk landmótunar, sem og aðstoð við prófanir og gangsetningu.

Framkvæmdir hófust í apríl 2015 og kom fjöldi verktaka og vélbúnaðarframleiðanda þar að. Helsta má þar nefna LNS Saga (nú Munck) sem var aðalverktaki við reisingu stöðvarhúss og lagningu gufuveitu og Fuji sem útvegaði túrbínur virkjunarinnar og kæliturna.

Formleg gangsetning fyrri áfangans fór fram 17. nóvember 2017. Seinni vélasamstæða virkjunarinnar var tekin í notkun í apríl 2018. Megnið af rafmagninu sem er framleitt á Þeistareykjum verður notað á iðnaðarsvæðinu á Bakka, eða um 50 MW. Afgangsorkunni verður veitt inn á flutningskerfið.

Verkís sá um útboðshönnun rafbúnaðar, aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma vegna tengivirkis sem var reist samhliða virkjuninni. Það var spennusett 21. september 2017. Nánar er fjallað um verkefnið hér. 

Ljósmynd/Mannvit.