Verkefni

Arnarnesvegur

Framkvæmdir við Arnarnesveginn, sem er milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, og þau fjölmörgu tengdu verk halda áfram á fullri ferð.

Í samhljómi við hlutverk Verkís að byggja upp samfélög og samkvæmt
Samgöngusáttmálanum, eru markmiðin við framkvæmdum við Arnarnesveginn margþætt.

Nánar um verkefnið

Umferðaröryggi vegfaranda mun aukast og ferðatími þeirra styttast ásamt því að umferðarálag um Vatnsendaveg mun minnka fyrir þá tæplega 15 þúsund íbúa Kópavogs austan Reykjanesbrautar. Auk þess mun viðbragðstími neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur verða enn betri.

Verkís hefur stýrt þeim verkefnum sem koma að þessari framkvæmd ásamt því að sjá um veghönnun, brúarhönnun, samgöngutækni, jarðtækni, lýsingarhönnun, landslagshönnun og gerð útboðsgagna. Einnig verður unnið við lagningu hitaveituæðar, hljóðdeyfigarða, götulýsingu o.fl.

Eðli framkvæmdanna kallar á samsetningu af sérfræðingum frá ýmsum áttum innan Verkís þar sem að auk fyrrgreinda framkvæmda verða einnig byggðar akstursbrú, undirgöng, hringtorg, stofnstígur og tvær göngu- og hjólabrýr. Önnur brúin fer yfir Arnarnesveg og hin verður við Dimmu, sem er nafnið á þessum hluta Elliðaáa. Sú síðarnefnda, sem var forhönnuð ásamt Úti Inni arkitektum í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg, verður lágreist trébrú sem fellur vel inn í umhverfið með góðu aðgengi fyrir alla. Hún mun bæta samgöngur töluvert þar sem gamla vatnsveitustokksbrúin sem stendur þar núna er í besta falli óþarfa hraðahindrun og í versta falli beinlínis hættuleg.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Arnarnesvegur

Stærð:

1,9 kílómetri

Verktími:

2021 –   

 

Heimsmarkmið