Verkefni

Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Árið 2019 skrifaði Verkís undir samning við Vegagerðina um forhönnun á nýrri brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi með það að markmiði að tvöfalda veginn yfir ána.

Núverandi brú yfir Jökulsá er 159 metrar og var byggð 1967. Hún liggur yfir 9,5 km langa jökulá sem rennur úr Sólheimajökli. 

Eitt af skilgreindum markmiðum Samgönguáætlunar ríkisstjórnarinnar er að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum þar sem fleiri en 200 ökutæki fara um á sólarhring að meðaltali (ÁDU).

Verkís lauk forhönnun á brúnni árið 2019 og skrifaði í apríl árið 2020 undir samning um fullnaðarhönnun nýju brúarinnar. Hönnunin mun byggja á forhönnuninni.  Þá mun Verkís einnig vinna útboðsgögn að undanskilinni verklýsingu sem verður skrifuð af Vegagerðinni.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Suðurland

Stærð:

160 m

Verktími:

2019 – 2021

 

Heimsmarkmið