Samanlagður er vatnsforði nýja og gamla hitavatnsgeymisins allt að átta klukkustundir miðað við núverandi notkun, en eldri geymirinn dugði einn um sig aðeins í þrjár til fjórar klukkustundir.
Með nýju stöðinni hefur orðið gríðarleg breyting á vinnuumhverfi frá því sem áður var. Byggt var nýtt hús yfir stöðina með öflugri loftræsingu og milligangur yfir í núverandi skrifstofuhúsnæði, þar sem eldri dælustöð var.
Verkís hannaði nýju dælustöðina sem og heitavatnsgeymi fyrir stöðina, ásamt því að forrita stjórnbúnað og gangsetja stöðina. Verkís sá einnig um deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar og hönnun lóðar Selfossveitna og áhaldahúss sveitarfélagsins Árborgar. Þá sér Verkís einnig um skipulagningu á stofnæðum Selfossveitna að og frá dælustöðinni auk skipulagningu lagna og strengja annarra stofn- og dreifiveitna sem eiga lagnir um lóðina.