Verkefni

Faxagarður Reykjavík

Skip þurfa ekki aðeins orku þegar þeim er siglt um heimsins höf, mörg þeirra þurfa einnig rafmagn þegar þau liggja við bryggju.

Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni sem snúa að landtengingum skipa.

Nánar um verkefnið

Verkís hf kom að gerð útboðsgagna og eftirlits með lágspennu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð við gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða útboðsgögn á sérhæfðum lágspennu landtengibúnaði sem er byggður upp samkvæmt alþóðlegum staðli IEC-PAS-80005-3 sem tekur á staðlaðri landtengingu skemmtiferðaskipa á lágspennu. Ákveðið var að byggja upp tvær tengingar á Faxagarði önnur væri 3x350A tenging allt að 1 MW og hin væri 4x350A allt að 1,5MW tenging.  Kerfin geta boðið upp á fjölbreytt úrval af spennum og tíðni.  Hægt er að óska eftir 400V spennu á 50 riða tíðni, 440V spennu á 50 eða 60 riða tíðni og 690V spennu á 50 eða 60 riða tíðni. Að auki er boðið upp á tengingu við kaldavatnslögn úr landi með þessum búnaði. Húsið var hannað af Batteríið Arkitektum en Verkís sá um alla vinnu við það.

Skemmtiferðaskipið MS MAUD frá norsku skipaútgerðinni Hurtigruten var fyrsta skipið til að nýta sér þessa tengingu og höfðu þeir sett upp búnað hjá sér til að tengjast þessari stöðluðu tengingu.

Norska fyrirtæki PSW Power&Automation var verktakinn sem sá um hönnun, útvegun, uppsetning og prófun á sérhæfðum landtengibúnaði með aðstoð frá íslenska rafverktakafyrirtækið H&S rafverktakar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykjavík

Verktími:

2021 – 2023

 

Heimsmarkmið