Verkefni

Hreinsistöðvar í Bergen

Frá árinu 2012 hefur verið unnið við að stækka og endurbyggja fjórar af helstu skólphreinsistöðvunum í Bergen.

Hreinsistöðvarnar munu eftir breytingar geta hreinsað skólp frá um 370.000 manns ásamt skólpi frá verslun, þjónustu og iðnaði.

Nánar um verkefnið

Hreinsistöðvarnar eru í Ytre Sandviken nærri miðbænum, í Kvernevik í austurhluta byggðarinnar, við Flesland í vesturhluta byggðarinnar og í Holen sem er í norðvesturhluta byggðarinnar.  Allar stöðvarnar eru staðsettar inni í berghvelfingum.

Auk endurbyggingu hreinsistöðvanna verður byggð biogasstöð i Rådalen í vesturhluta byggðarinnar, sem taka mun við úrgangi frá öllum stöðvunum. 

Framkvæmdum er lokið við hreinsistöðina í Ytre Sandviken. Gangsetning og prufukeyrsla hófst haustið 2014 og er stöðin komin í fullan rekstur. 

Í Kvernevik er vinnu við uppsteypu að mestu lokið. Vinna við uppsetningu hreinsibúnaðar, lagna, loftræsingu og raflagna er langt komin. Gert er ráð fyrir að allri vinnu verði að mestu lokið haustið 2015 og í framhaldi af því hefjist gangsetning og prufukeyrsla á stöðinni. Í Fleslandi er unnið við uppsteypu inni í hreinsistöðinni. 

Í Kvernevik og Fleslandi er einnig unnið við byggingu þjónustubygginga vegna hreinsistöðvanna. Þjónustubyggingin í Fleslandi hefur verið tekin í notkun og verið er að ljúka við bygginguna í Kvernevik.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Ytre Sandviken – Kvernevik – Flesland, Noregi

Stærð:

Ytre Sandviken: 2.300 fermetrar / Kvernevik: 5.600 fermetrar / Flesland: 9.000 fermetrar

Verktími:

2012-

 

Heimsmarkmið