Verkefni
Leirvogstunga / Tungumelar
Um var að ræða hönnun mislægra gatnamóta.
Á vegamótum Hringvegar og tengibrauta við byggð í Leirvogstungu og athafnasvæði á Tungumelum.
Verkefni
Um var að ræða hönnun mislægra gatnamóta.
Á vegamótum Hringvegar og tengibrauta við byggð í Leirvogstungu og athafnasvæði á Tungumelum.
Markmið framkvæmdarinnar var að auka öryggi vegfarenda á vegamótum Hringvegar og að tryggja að vegamótin anni þeirri umferð sem væntanleg var frá hinum nýbyggðu hverfum beggja vegna Hringvegar. Markmið um að auka umferðaröryggi vegamótanna voru í samræmi við yfirlýst markmið ríkis og sveitarfélaga um bætt umferðaröryggi.
Framkvæmdin fól í sér breytingu á plan- og hæðarlegu Hringvegar á þeim stað sem vegamótin voru reist ásamt byggingu hringtorgs á brú yfir Hringveg. Við lækkun Hringvegarins jukust sjónlengdir á veginum og góð skermun fyrir umferðarhávaða frá Hringvegi vegna nærliggjandi byggðar náðist fram.
Verkís annaðist gatna- og stígahönnun, frárennslislagnir, hitalagnir, vatnslagnir, hljóðvist og gerð útboðs- og verklýsinga.
Staðsetning:
Mosfellsbær
Verktími:
2007