Verkefni

Nýtt úthverfi á Grænlandi

Til að mæta auknum fólksfjölda ætla yfirvöld í Nuuk að reisa nýtt úthverfi á Siorarsiorfik sem er ósnortið svæði suðaustur af núverandi byggð

Nánar um verkefnið

Hverfið mun samanstanda af 800 íbúðum ásamt þeim innviðum og þjónustu sem slíkt úthverfi kalla á.

Sérfræðingar Verkís veittu jarðfræðilega ráðgjöf við grunnrannsóknir vegna áætlaðrar jarðgangagerðar fyrir veg- og jarðgöng til uppbyggingar á nýju íbúahverfi við Nuuk. Verkefnið er unnið fyrir Nuuk City Development A/S.

Verkís sá einnig um hönnun ganga sem munu tengja nýja hverfið við höfuðborgina Nuuk. Vegtengingin verður um 1,5 km en þar af eru eins kílómeters löng göng. Göngin verða tvíbreið og hvor akrein 3,5 m á breidd. Þá verður einnig sameiginlegur stígur fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Stígurinn verður vel aðskilinn frá veginum. Vonast er til þess að göngin verði komin í notkun eftir þrjú ár.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Siorarsiofik, Nuuk

Stærð:

1,5 km

Verktími:

2019 –

 

Heimsmarkmið