Verkefni

Skarfabakki

Verkefnið skiptist í tvo áfanga.

Fyrsti áfangi var á árunum 1996-2007 þar sem bakkinn var hannaður og framkvæmd annars áfanga fól í sér framlengingu.

Nánar um verkefnið

Fyrsti áfangi var á árunum 1996 – 2007 þar sem bakkinn var hannaður sem 450 m langur með 12 m dýpi og gerður fyrir skip að stærð 40.000 DWT.

Framkvæmd annars áfanga fól í sér framlengingu Skarfabakka og fyllingu innan við þil. Einnig eru fergingar lands og allur yfirborðsfrágangur hafnarbakkans hluti verksins. Lengingin liggur í sömu línu í suðaustur frá bakkanum, samsíða ströndu og er allt að 200 m. Með tilkomu lengingarinnar geta tvö 300 m löng skemmtiferðaskip lagst samtímis að bakkanum.

Verkís annaðist hönnun, ráðgjöf, útboðsgögn, jarðvegsrannsóknir, jarðtækni, kostnaðargreiningu, hönnun á landfyllingu, mat á umhverfisáhrifum og burðarþol.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sundahöfn – Reykjavík

Stærð:

650 m

Verktími:

1996 – 2007 / 2010 – 2014

 

Heimsmarkmið