Verkefni

Vegur á milli Sisimiut og Kangerlussuaq

Verkís hannar malarveg á milli tveggja bæja á Grænlandi. 

Hönnun vegarins er spennandi áskorun sem hönnunarteymi Verkís mun læra mikið af.

Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi með um 5.600 íbúa. Höfn bæjarins er sú nyrsta í landinu þar sem ísalög hamla ekki siglingum á veturna. Sjávarútvegur er stærsta atvinnugreinin í Sisimiut og hafa íbúar þar lengi rætt um að fá veg til Kangerlussuaq og þannig átt möguleika á að flytja út fisk í gegnum alþjóðaflugvöllinn sem er þar staðsettur. Vegurinn mun einnig opna aðgang ferðamanna að svæðinu, tengja saman íbúa sveitafélagsins og einfalda aðgengi vísindamanna að óbyggðum Grænlands.

Aðstæður til vegagerðar eru fjölbreytilegar og töluvert flóknar. Fara þarf yfir fjöll og hæðótt landslag upp í 500 m hæð, sprengja þarf klappir og skeringar og verður þörf á að opna fleiri námur á vegleiðinni til að vinna efni til vegagerðar. Lítið er um laus jarðlög sem teljast hentug og verður því efnisvinnsla töluvert stór þáttur við framkvæmdir, jafnvel umfangsmeiri en sjálf vegagerðin. Að mestu leyti skiptast á klappir og blautur jarðvegur og er sífreri í jörðu sem veldur því að efsta lag jarðvegsins er á sífelldri hreyfingu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sisimiut – Kangerlussuaq, Grænland

Stærð:

130 kílómetrar

Verktími:

2021 –  

 

Heimsmarkmið