Samgönguveitur

Leirvogs­tunga

Mosfellsbær

  • Leirvogstunga

Verkís annaðist umsjón og eftirlit fyrir hönd verkkaupa, gatna- og stígahönnun, frárennsli, hitalagnir, vatnslagnir, hljóðvist, gerð útboðs- og verklýsinga.

 Stærðir: 1.067m regnlagnir, 1.067m skólplagnir, 8.983m vatnsveita
 Verktími: 2005 - 2008

Almennt um verkefnið:
Verkefnið snýr að nýju íbúðasvæði í Leirvogstungu sem staðsett er vestan Vesturlandsvegar á milli Leirvogsár og Köldukvíslar í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir voru gatnagerð og veitukerfi. Unnið var nýtt íbúðahverfi, götur og gangstígar ásamt lögnum í jörðu, bæði stofnlagnir og heimtaugar. Verkið fólst m.a. í byggingu þessara gatna og göngustíga og ásamt því  að leggja í þær vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir ásamt heimtaugum, og tengja þáverandi veitukerfum.

Einnig var um að ræða heildarhönnun svæðisins, allt frá yfirborðsmælingum, kortagerð og jarðvegsrannsóknum til endanlegrar hönnunar og gerð útboðsgagna og verklýsingar. Hönnun hljóðvistar hverfisins var hluti af vinnu Verkís. Gert var hljóðvistarlíkan vegna umferðar um aðalgötu hverfisins og var stuðst við það í skipulagshönnun. Jafnframt heildarhönnun svæðisins sá Verkís um gerð lóða- og mæliblaða fyrir verkkaupa.