Verkefni

Blikastaðir

Blikastaðaland er opið og óbyggt svæði við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarnans Korputúns sem skipulagður verður með náttúrugæði, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi.

Nánar um verkefnið

Meðal markmiða við deiluskipulagsgerð svæðisins er að haga skipulagi gatna, lóða, húsa og annarra mannvirkja þannig að þau raski sem minnst aðliggjandi náttúru og lífríki. Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi við útfærslu skipulags og bygginga þannig að hin nýja byggð verði jákvæð viðbót við núverandi umhverfi, samfélag og efnahag.

Viljayfirlýsing um uppbyggingu Blikastaða var undirrituð í júní árið 2019. Áætlað er að Borgarlínan fari í gegnum svæðið árið 2030. Deiliskipulag fyrir atvinnukjarnann Korputún tók gildi í mars 2023. 

Verkís sér um verkfræðihönnun, byggðatækni og umhverfismál. Verkís veitir meðal annars sjálfbærniráðgjöf vegna BREEAM vottunar. Með því að BREEAM votta skipulagið er tryggt að hugað sé að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði. 

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Blikastaðaland, á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. 

Stærð:

15 hektarar

Verktími:

2020-

 

Heimsmarkmið