Einbúavirkjun
Skjálfandafljót, Bárðardalur
Verkís vann mat á umhverfisáhrifum fyrir Litluvelli ehf. ásamt frumhönnun og hagkvæmnisathugun.
Stærðir: 9,8 MW |
Verktími: 2018 - |
Almennt um verkefnið:
Litluvellir ehf. áformar að reisa 9,8 MW vatnsaflsvirkjun, Einbúavirkjun, í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal. Uppsett afl Einbúavirkjunar er nærri viðmiði um matsskylda framkvæmd og efnistaka vegna framkvæmdarinnar er matsskyld.
Litluvellir ehf. telur æskilegt að framkvæmdin verði háð mati á umhverfisáhrifum og að almenningur og aðrir fái tök á að kynna sér framkvæmdina og koma að athugasemdum í opnu matsferli. Féllst Skipulagsstofnun á að um Einbúavirkjun verði fjallað í mati á umhverfisáhrifum.
Verkís hf. vinnur mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir Litluvelli ehf.