Ofanflóðavarnir

tengivirki í fljótsdal

Fljótsdalur

  • Fljotdalur

Verkís annaðist frumathugun, tæknilega snjóflóða hönnun, gerð útboðsgagna, áhættustjórnun og tæknilega ráðgjöf á framkvæmdatíma.

 Stærðir: 13,5m á hæð og 60m á lengd
 Verktími:  2005 - 2007

Almennt um verkefnið:
Tengivirki Kárahnjúkavirkjunar stendur í sunnanverðum Fljótsdal, undir fjallinu Teigsbjargi sem rís upp í um 500 m hæð y.s. Tengivirkið stendur í 10° halla einungis 60 m frá brattri fjallshlíðinni. Allajafna safnast lítill snjór í hlíðina en í norðvestlægum áttum getur skafið mikinn snjó í hlíðina. Aðstæður til snjósöfnunar í hvilft milli tveggja klettabelta í hlíðinni og hengjumyndunar í efsta klettabeltinu eru því til staðar.

Enginn starfsmaður verður með fasta starfsaðstöðu í tengivirkinu. Hönnun snjóflóðavarna ofan þess miðast því við að áhættukröfum um rekstraröryggi Fljótsdalslína sé fullnægt. Hönnun varnanna var miðuð við snjóflóð með 10.000 ára endurkomutíma. Hannaður var fleygur ofan hússins til þess að kljúfa snjóflóð og beina þeim frá húsinu. Til þess að umfang fleygsins yrði sem minnst er hann látinn standa sem næst tengivirkinu og teygja sig alveg upp í brekkufótinn. Allar hliðar hans eru hannaðar nánast lóðréttar.

Snjóflóðatæknileg hönnun fleygsins er talsvert óhefðbundin og byggir á nýrri vitneskju um flæði kornaflóða, s.s snjóflóða í kringum fyrirstöður. Þannig var unnt að hanna fleyginn lægri en annars hefði orðið ef hefðbundinni aðferðafræði hefði verið fylgt. Fleygurinn er um 60 m langur og hækkar úr 9m yfir landi næst brekkufæti upp í 13,5 m hæð yfir landi á 15 m löngum kafla. Þeirri hæð heldur hann út að tengivirkinu. Þrír metrar eru milli fleygsins og tengivirkisins og þannig er akfært milli mannvirkjanna. Allar hliðar fleygsins eru byggðar brattar með netgrindum og jarðvegur notaður til fyllinga bak við grindurnar. Heildarrúmmál fyllinga í fleyginn nemur um 40.000 m³.