Verkefni

Greining og förgun spilliefna

Verkís vann umhverfisgreiningu og áætlun um förgun spilliefna vegna niðurrifs tíu fjölbýlishúsa í eigu grænlenska ríkisins í Maniitsoq á Grænlandi. 

Um 90% fasteigna í landinu eru í eigu ríkisins. Sum fjölbýlishúsanna höfðu staðið auð lengi og öll tíu húsin þörfnuðust mikils viðhalds.

Þótti ekki svara kostnaði að gera við þau og var því ákveðið að rífa þau og flytja íbúa smá saman annað. Samtals voru íbúðirnar 8.237 fermetrar.

Sýni voru tekin úr öllu byggingarefni og send til greiningar þar sem niðurstöður um hversu skaðleg efnin voru fengust. Í kjölfarið var gerð áætlun um niðurrif og skilaði Verkís þremur skýrslum. 

Verkís hf. og S&M Verkís á Grænlandi unnu verkefnið. 

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Maniitsoq, Grænland

Stærð:

8.237 fermetrar

Verktími:

2014-2018

 

Heimsmarkmið