Verkefni

Sorpbrennsla Funa

Mat á kostum við meðhöndlun sorps í Ísafjarðarbæ.

Sorphirðu- og förgunarmál eru í sífelldri þróun og endurskoðun hjá Ísafjarðarbæ, en málaflokkurinn er einn sá viðamesti í rekstri sveitarfélagsins.

Nánar um verkefnið

Landfræðilegar aðstæður gera urðun mjög erfiða í Ísafjarðarbær þannig að sveitarfélagið hefur leitað eftir öðrum leiðum til að farga sorpi, með það að markmiði að minnka eins og kostur er það rusl sem þarf að urða. 

Verkís vann útfærslu tillagna á ólíkum möguleikum við rekstur og förgunar í Ísafjarðarbæ. Gert var kostnaðarmat á þeim lausnum sem lagðar voru til auk þeirra breytinga sem leggja þurfti í, auk samanburðar þessara ólíku kosta.  

Verkís vann kostnaðarmat á ólíkum möguleikum við sorpförgun, sá um gagnaöflun og skýrsluskrif, úrvinnslu gagna, yfirferð kostnaðaráætlana og ráðgjöf.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sorpbrennsla Funa, Ísafjörður

Verktími:

2009

 

Heimsmarkmið