Verkefni

Eyri hjúkrunarheimili

Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði var tekið í notkun árið 2015. Heimilið var byggt fyrir 30 íbúa en við hönnun þess er gert ráð fyrir möguleika á frekari stækkun í framtíðinni fyrir tíu íbúa

Verkís vann athugun á mögulegri staðsetningu nýrrar álmu.

Nánar um verkefnið

Til athugunar var frumathugun vegna stækkun húsnæðisins sem Framkvæmdasýsla ríkisins vann í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Þar var litið til tveggja mögulegra staðsetninga.

Við athugunina var litið til aðstæðna á lóð og samhengis við næsta nágrenni. Einnig voru kannaðar heimildir í skipulagi og hvort mögulegar staðsetningar kalli á endurskoðun skipulags.

Samningur heilbrigðisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar um stækkunin hjúkrunarheimilisins var undirritaður í mars 2022. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notkun snemma árs 2024.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Ísafjörður    

Stærð:

650 fermetrar

Verktími:

2022