Verkefni

Svartárvirkjun

SSB Orka vinnur að undirbúningi allt að 9,8 MW vatnsaflsvirkjunar í Svartá í Bárðardal auk lagningar rafstrengs.

Verkís vann að mati á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar fyrir SSB Orku.

Nánar um verkefnið

Svartárvirkjun heyrir undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, samkvæmt grein 6 og tölulið 3.22 í 1. viðauka. Rafstrengurinn heyrir undir tölulið 10.21 í 1. viðauka. Skipulagsstofnun gaf út ákvörðun þann 18. febrúar 2016 um að virkjunin skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum og ákvörðun stofnunarinnar um tillögu að matsáætlun er frá 6. september 2016.

Frummatsskýrsla var lögð fram til Skipulagsstofnunar í september 2017 og lauk kynningar- og athugasemdaferli vegna hennar þann 23. október 2017.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Bárðaland

Stærð:

9,8 megavött

Verktími:

2017-

 

Heimsmarkmið