Verkefni

Skólpdælustöð við Naustavog

Stöðin tekur við af eldri dælustöð við Gelgjutanga en verkið felst í gerð þriggja framkvæmda útboða og fjögurra efnisútboða.

Verkís annast alla undirliggjandi fullnaðarhönnun sem og gerð útboðsgagna.

Nánar um verkefnið

Verkefnið felst meðal annars í hönnun og gerð útboðsgagna, burðarþolshönnun, dæluval og lagnahönnun, hönnun á rafmagns- og stjórnkerfum, hönnun á spennistöð, hönnun á fráveitukerfi frá Vogabyggð til dælustöðvar og útfærslu og skipulagningu á niðurrifi dælustöðvarinnar við Gelgjutanga.

Dælustöðin verður byggð til hliðar við núverandi sniðræsi sem er sjálfrennandi Ø1200 steinsteypt lögn sem liggur að dælustöðinni við Gelgjutanga. Leggja þarf nýtt ræsi til þess að beina rennslinu inn í nýju stöðina, en stöðin mun dæla skólpinu um Ø1800 þrýstilögn undir sjávarálinn og í djúpan móttökubrunn á bakkanum fjær. Þaðan verður lögð sjálfrennslislögn Ø1200 að lögnum við núverandi dælustöð sem verður síðan rifin. Loks kemur DN250 sjálfrennslislögn sem leiðir skólp frá hluta Vogabyggðar yfir í nýju dælustöðina samhliða þrýstilögninni. Sambyggð dælustöðinni verður spennistöð sem þjónar stöðinni, ásamt fyrirhugaðri skólabyggingu ásamt annarri starfsemi.

BIM-lýsing verkefnisins:

Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Hönnun miðast við hlutbundna hönnun sem unnin er í BIM360 og gerð er árekstrargreining við núverandi og nýtt kerfi. Verkefnið er allt unnið í BIM360. Þar er skilað inn líkönum í þrívídd, teikningum og skjölum. Árekstrargreiningar eru gerðar samhliða hönnun og samræming fagsviða leyst á samræmingarfundum. Öll ytri rýni fer fram í BIM360.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Naustavogur, Reykjavík

Verktími:

2019-

 

Heimsmarkmið