Verkefni

Hitaveita frá Hjalteyri til Akureyrar

Akureyri er ört vaxandi bær og samhliða því eykst þörfin fyrir heitt vatn mikið.

Frekari leit eftir heitu vatni hefur staðið yfir um árabil og víðtækar rannsóknir verið gerðar á undanförnum árum.

Nánar um verkefnið

Vísbendingar komu fram um að á Hjalteyri væri að finna heitt vatn, en Hjalteyri er um tuttugu kílómetra norðan Akureyrar.

Norðurorka ákvað að hefja tilraunaboranir þar á árunum 2002 til 2003, en þá var vatnsbússkapur Norðurorku orðinn erfiður. Boranir við Hjalteyri gáfu góða raun og strax árið 2003 var ráðist í lagningu DN300 millimetra aðveitulagnar frá Hjalteyri til Akureyrar.

Með stækkun bæjarins og fjölgun íbúa hefur þörfin fyrir hitaveituvatn aukist að sama skapi. Aflþörf hefur verið mætt með verulega aukinni dælingu vatns frá Hjalteyri með tilheyrandi kostnaði.

Síðla árs 2017 ákvað Norðurorka að hefja undirbúning lagningu nýrrar aðveitu frá Hjalteyri til styrkingar hitaveitukerfinu. Ákveðið var að nýja stofnlögnin yrði DN500 millimetra og hún nái frá Hjalteyri að gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis til tenginga við öflugar stofnæðar dreifikerfis hitaveitunnar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Norðurland

Stærð:

Áætluð heildarlengd stofnæðarinnar, 20,5 kílómetrar

Verktími:

2017-

 

Heimsmarkmið