20/10/2021

Ábyrgð okkar er mikil

Marta Rós Karlsdóttir, fagleiðtogi sjálbærni og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur, hjá Verkís.

Verkís kemur að öllum stigum framkvæmda og sérfræðingar okkar bera mikla ábyrgð á að þau mannvirki sem byggð eru veiti athöfnum okkar skjól á umhverfisvænan og hagkvæman máta og nýtist samfélaginu á sem bestan hátt.

Í sérblaði Fréttablaðsins sem kom út í gær, Verkfræði og arkitektúr er ítarlegt viðtal við þau Mörtu Rós Karlsdóttur, fagleiðtoga sjálbærni og Ragnar Ómarsson byggingafræðing, hjá Verkís.

Þar er fjallað um sjálfbærni, áskoranir í mannvirkjagerð og hvernig sérfræðingar Verkís sinna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Starfsfólk Verkís býr yfir gríðarlegri reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði mannvirkja, innviða, iðnaðar og orku og nýtir þekkingu sína til að bjóða upp á sjálfbærari lausnir í þjónustu sinni.

Mikilvægt er að við sýnum frumkvæði að því að velja betri lausnir en áður, með því að markmiði að lágmarka umhverfisspor og auka lífsgæði fólks. Við tökum ungu fólki fagnandi og tryggjum góða blöndun milli ungs og nýmenntaðs fólks við eldri og reyndari sérfræðinga til þess að tryggja bestu lausnir til framtíðar.

Þjónusta Verkís: Sjálbærni mannvirkja

Heimsmarkmið

Marta Rós Karlsdóttir, fagleiðtogi sjálbærni og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur, hjá Verkís.