Endurbætur stíga í Elliðaárdal
Endurbætur stíga í Elliðaárdal. Verkís vinnur að hönnun síðasta hluta Arnarnesvegar milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar.
Hluti þess verks er hönnun stofnstígakerfis sem er fjármagnað af Betri samgöngum. Stígurinn nær frá Rjúpnavegi, meðfram Arnarnesvegi, yfir Breiðholtsbraut á nýrri brú og yfir Elliðaá við Dimmu.
Nýja brúin við Dimmu á að koma í staðin fyrir gömlu vatnsveitustokksbrúna, en þar eru sitt hvoru megin nokkuð brattar tröppur sem geta reynst varhugaverðar, sérstaklega í hálku. Auk þess geta tröppurnar reynst töluverðir farartálmar fyrir fólk í hjólastól eða með barnakerru.
Nýja brúin mun vera lágreist brú, sex metra breið með aðskildum stígum fyrir gangandi og hjólandi og gerir þannig aðgengi fyrir alla auðveldara.
Sjá umfjöllun í frétt á mbl.is : Fjórar nýjar brýr í Elliðaárdal og 6 km af stígum