05/11/2019

Fjallað um endurbætur á Laxá III

Fjallað um endurbætur á Laxá III
LaxáIII

Fjallað um endurbætur á Laxá III. Miðvikudaginn 6. nóvember verður ráðstefnan NNICOLD 2019 haldin í Osló í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunnar er öryggi stífla í Finnlandi, á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi.

Á ráðstefnunni verður fjallað um:

  • Ísaálag og aðrar vetraráskoranir
  • Áhrif loftlagsbreytinga á Norðurlöndunum og áhrif á öryggi stífla

Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur og sérfræðingur í ís- og aurburðarmálum, flytur erindið Endurbætur á stíflu- og inntaksmannvirkjum Laxárvirkjunar III. Hún flutti erindið einnig nýlega á HYDRO 2019 í Portó í Portúgal.

Verkís annaðist ráðgjöf og hönnun á breytingunum sem ráðist var í. Tilgangur breytinganna var að minnka rekstrartruflanir vegna ís- og aurburðar í Laxá í Laxárdal til og í gegnum virkjunina, þ.e. vatnsvegi og vél.

Um þjónustu Verkís að sviði vatnsaflsvirkjana

Fjallað um endurbætur á Laxá III
LaxáIII