29/12/2022

Erindi: Þjóðarhöll í Laugardal

Erindi: Þjóðarhöll í Laugardal
Þórey Edda flutti erindi sitt, Þjóðarhöll í Laugardal.

Erindi: Þjóðarhöll í Laugardal.

Í lok nóvember stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Þar voru flutt nokkur áhugaverð erindi og eitt þeirra var erindi Þóreyjar Eddu Elísdóttur, umhverfisverkfræðings, Þjóðarhöll í Laugardal. Hún á sæti í framkvæmdanefnd þjóðarhallarinnar en hlutverk nefndarinnar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar, ásamt því að undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform.

Í erindi sínu fjallaði Þórey Edda m.a. um af hverju Laugardalurinn varð fyrir valinu hjá nefndinni og hvaða staðsetningum í dalnum nefndin velti fyrir sér. Nefndin heimsótti leikvangana Royal Arena í Kaupmannahöfn í Danmörku og Throndheim Spektrum í Þrándheimi í Noregi og sagði Þórey Edda frá heimsóknunum. Þá fjallaði hún einnig um næstu skref í vinnu nefndarinnar.

Erindi Þóreyjar Eddu hefst á mínútu 1:29:00.

Heimsmarkmið

Erindi: Þjóðarhöll í Laugardal
Þórey Edda flutti erindi sitt, Þjóðarhöll í Laugardal.