15/11/2022

Morgunverðarfundur – Íþróttamannvirki og lýðheilsa

Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Fimmtudaginn 24. nóvember nk. stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Fundurinn verður haldinn í Ofanleiti 2 en verður einnig aðgengilegur í streymi.

Fjallað verður um mikilvægi þess að horft sé til uppbyggingar aðstöðu fyrir heilsueflandi hreyfingu allra aldurshópa, samhliða uppbyggingu mannvirkja fyrir keppnisíþróttir. Áhersla á aukna lýðheilsu stuðlar að heilbrigðari þjóð.

Í ár höfum við haldið nokkra morgunverðarfundi í tilefni af 90 ára afmæli Verkís. Þar hefur starfsfólk okkar miðlað af þekkingu sinni og reynslu og höfum við einnig fengið til okkar lykilfólk til að segja frá.

Dagskrá:

Kl. 8.30 – 9.00 – Húsið opnar – Ofanleiti 2 / morgunhressing

Kl. 9.00 – 9.10 – Gestir boðnir velkomnir

Kl. 9.10 – 9.20 – Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp

Kl. 9.20 – 9.40 – Hús heilsueflingar – Dr. Janus Guðlaugsson, stofnandi Janus heilsueflingar

Kl. 9.40 – 10.00 – Reynsla Verkís: Frá hugmynd að veruleika – Eiríkur Steinn Búason, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís

Kl. 10.00 – 10.20 – Uppbygging heilsueflandi íþróttaleikvangs – Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby Boldklub

Kl. 10.20 – 10.40 – Þjóðarhöll í Laugardal – Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís

Kl. 10.40 – 11.00 – Umræður / spurningar

Fundarstjórn: Yrsa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Gestir eru hvattir til að nýta sér vistvænar samgöngur.

Skráning á fundinn fer fram hér

Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.