Erindi um listaverkið Saltfisksstöflun
Erindi um listaverkið Saltfisksstöflun. Indriði Níelsson, byggingaverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís, hélt erindi á málþinginu Listaverk í opinberu rými – ábyrgð og viðhald. Málþingið var haldið á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og þar fjölluðu danskir og íslenskir fræðimenn um list millisstríðsáranna og þá áherslu sem lögð var á að listin ætti að vera fyrir fjöldann.
Indriði, sem er sérfræðingur í viðhaldi mannvirkja, fjallaði um skemmdir á listaverkinu Saltfisksstöflun, á grundvelli skýrslu sem hann vann sumarið 2021. Listaverkið, sem er eftir Sigurjón, var steypt í steinsteypu árið 1946 í umsjón hans. Verkið var reist á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík 1953, og hefur því staðið utandyra í 69 ár. Almennt er talið að ásættanleg ending steinsteyptra mannvirkja sé um 50 ár fyrir steypta kalda fleti en 30-40 ár fyrir múr.
Erindi Indriða hefst á 2:25:16: Listaverk í opinberu rými – ábyrgð og viðhald – YouTube
Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið 1908 og lést í Reykjavík 1982. Hann vann jafnhliða abstrakt- og raunsæisverk en eitt af þekktari verkum hans er lágmyndin á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar.