Þjónusta

Viðhald mannvirkja

Verkís veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði viðhaldsmála, allt frá sérfræðiaðstoð vegna fasteignakaupa einstaklinga til sértækra viðhaldsáætlana og breytinga mannvirkja.

Með hagsmuni þína að leiðarljósi

Eðlilegt viðhald húsa og mannvirkja er nauðsynlegt ef eignirnar eiga að halda verðgildi sínu. Sinni eigendur ekki slíku viðhaldi getur viðhaldskostnaður margfaldast. Einnig getur dráttur á eðlilegu viðhaldi utanhúss valdið verulegum skemmdum innanhúss.

Verkís veitir ýmiss konar ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að viðhaldi mannvirkja. Sérfræðingar okkar hafa yfirgripsmikla þekkingu á húsasótt og myglu og hafa sinnt slíkum ráðgjafastörfum um land allt. Einnig veita þau ráðgjöf um gamla byggingarlist, viðhald á veðrunarkápu húsa og viðhald veitu- og orkumannvirkja. Þá geta sérfræðingar okkar veitt ráðgjöf um úrbætur á hljóðvist, lýsingu og brunamálum og lagna-, raflagna- og loftræsikerfum.

Úttekt fagmanna og álitsgerðir um viðhald á hvers kyns mannvirkjum gerir eigendum kleift að vinna markvisst að viðhaldi. Ráðgjafar okkar hafa sérhæft sig í að útbúa faglegt mat á því hvernig þú getur best haldið eignum þínum við.

Við leggjum ríka áherslu á góða samvinnu við verkkaupa og tryggjum þannig að verkefnið verði sem farsælast. Það er okkar markmið.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Flosi Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
fs@verkis.is

Indriði Níelsson
Byggingarverkfræðingur M.Phil. / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
in@verkis.is