Vatnsafl
  • Qorlortorsuaq

Vatnsafl

Verkís veitir alhliða þjónustu í öllu ferli vatnsafls, allt frá frumathugun, hagkvæmnigreiningu og gerð útboðsgagna að lokahönnun, prófunum og gangsetningu.

Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi við hönnun og gerð flestra vatnsaflsvirkjana hérlendis og hefur reynslu af hönnun þeirra erlendis. Að auki er unnið að úttektum og ástandsmati á eldri virkjunum ásamt ráðgjöf og hönnun við endurnýjun og uppfærslu.

Þjónusta fyrirtækisins snýr að öllum fagsviðum, vegna allra mannvirkja og alls búnaðar stórra og smárra vatnsaflsvirkjana. Þar er m.a. um að ræða fyrirkomulag virkjana, stíflur, neðanjarðarmannvirki, vatnsvegi, stöðvarhús, vélbúnað, lokubúnað, rafbúnað, stjórn- og varnarbúnað.

Sjá nánar í bækling Verkís um smávirkjanir 

Thorvaldur_gudmundsson_h3-Þorvaldur P. Guðmundsson
Vélaverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka
tpg@verkis.is
Ægir JóhannssonÆgir Jóhannsson
Umhverfis- og byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka
aej@verkis.is

Þjónusta

  • Frum- og hagkvæmnirathuganir
  • Verkhönnun og kostnaðaráætlanir
  • Umhverfismat og skipulagsmál
  • Áhættumat, prófanir og gangsetningar
  • Jarðfræði- og jarðtækniathuganir
  • Gerð útboðsgagna, tilboða og samningsgerð
  • Verkeftirlit, úttektir og ráðgjöf um rekstur/viðhald