24/01/2023

Fréttir um WHISPER fóru víða

Fréttir um WHISPER fóru víða
Á myndinni eru (frá vinstri): Baldvin Björn Haraldsson (BBA//FJELDCO), Anna Margrét Guðjónsdóttir (Evris) , Óskar Svavarsson (SideWind), María Kristín Þrastardóttir (SideWind), Guðmundur Óskarsson (Samskip), Kjartan Due Nielsen (Verkís), Bryndís Nielsen (Athygli).

Fréttir um WHISPER fóru víða. Í síðustu viku sögðum við, ásamt öðrum, frá orkuskiptaverkefninu WHISPER sem hlotið hefur 1,4 milljarða styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu en Verkís leiðir verkefnið. Fréttin var sögð í mörgum miðlum, innlendum og erlendum, og fór Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Verkís, í viðtal á Hringbraut og Rás 1.

Kjartan Due og Óskar Svavarsson, stofnandi fyrirtækisins Sidewind, ræddu við Þórunni Elísabetu Bogadóttur og Boga Ágústsson í Morgunvaktinni á Rás 1. Viðtalið hefst á mínútu 36:48.

Einnig var rætt við þá Kjartan og Óskar í Fréttavaktinni á Hringbraut. Viðtalið við þá hefst á mínútu 14:58.

Heimsmarkmið

Fréttir um WHISPER fóru víða
Á myndinni eru (frá vinstri): Baldvin Björn Haraldsson (BBA//FJELDCO), Anna Margrét Guðjónsdóttir (Evris) , Óskar Svavarsson (SideWind), María Kristín Þrastardóttir (SideWind), Guðmundur Óskarsson (Samskip), Kjartan Due Nielsen (Verkís), Bryndís Nielsen (Athygli).