08/03/2024

Grunnskólinn á Hellu – Stækkun

Grunnskólinn á Hellu - Stækkun
© www.sunnlenska.is / RY
Frá opna húsinu í upphafi árs

Grunnskólinn á Hellu – Stækkun. Nýlega var tekin í notkun ný viðbygging við grunnskólann á Hellu, Helluskóla, sem hefur bætt aðstöðu kennara og nemenda til muna. Verkís sá um alla verkfræðiráðgjöf á þessum fyrsta áfanga af stækkuninni, en framkvæmdir við annan áfanga eru hafnar sunnan við skólann og ganga mjög vel.

Fyrsti áfangi fól í sér byggingu á einni hæð með fjórum kennslustofum, heimasvæði og kjarna með snyrtingum. Byggingin er viðbygging og tengist elsta hluta skólans.

Yngstu nemendur skólans voru líklegast ánægðastir með aðra viðbót, sem var glænýr og skemmtilegur klifurkastali sem reis á leiksvæðinu um svipað leyti.

Til þess að fagna þessum áfanga var opið hús í upphafi árs þar sem gestum var boðið að skoða nýbygginguna ásamt því að þiggja veitingar og spjalla við starfsfólk skólans.

Heimsmarkmið

Grunnskólinn á Hellu - Stækkun
© www.sunnlenska.is / RY
Frá opna húsinu í upphafi árs