20/05/2022

HYDRO 2022

HYDRO 2022
Þorbergur Steinn Leifsson flutti erindi á HYDRO 2022

HYDRO 2022. Ráðstefnan HYDRO 2022 var haldin í Strassburg í Frakklandi dagana 25.-27. apríl sl. Verkís sendi einn fulltrúa á ráðstefnuna, Þorberg Stein Leifsson, byggingaverkfræðing á Orku- og iðnaðarsviði. Verkís var einnig þátttakandi í sameiginlegum bás íslenskra fyrirtækja.

Þorbergur flutti erindi á ráðstefnunni um bestun vatnsvega virkjana (e: Optimum design of waterways made easy) . Þar kynnti hann aðferð til að taka tillit til breytileika rennslisins á mjög einfaldan en fræðilega réttan hátt. Erindið byggði á grein eftir Þorberg sem birt var í ráðstefnugögnunum.

Þessi aðferð var á sínum tíma kynnt af Lofti Þorsteinssyni, fyrrum prófessor og framkvæmdastjóra Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) og hefur verið notuð með góðum árangri á Íslandi í áratugi. Aðferðin virðist aftur á móti nær óþekkt annarsstaðar og finnst varla í fræðibókum. Erindið vakti nokkra athygli

Sameiginlegur bás á Hydro 2022
Ljósmynd: Verkís tók þátt í sameiginlegum bás íslenskra fyrirtækja á ráðstefnunni. 

Heimsmarkmið

HYDRO 2022
Þorbergur Steinn Leifsson flutti erindi á HYDRO 2022