04/03/2022

Vel sóttur morgunverðarfundur um skipulag og náttúruvá

Morgunverðarfundur
Morgunverðarfundur

Um hundrað manns fylgdust með morgunverðarfundi Verkís sem haldinn var 3. mars sl. Umfjöllunarefni fundarins var skipulag og náttúruvá á lágsvæðum og var hann sá fyrsti í röð funda í tilefni af 90 ára afmæli fyrirtækisins.

Af fundinum má ráða að mikilvægt sé að ljúka vinnu við hættumat vegna sjávarflóða. Ljóst er að mat á flóðahættu er ekki einfalt viðfangsefni. Einnig þarf að skilgreina viðmið um hvað má byggja á lágsvæðum en skilgreining slíkra viðmiða er þó pólitísk ákvörðun.

Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, hóf fundinn.

Gunnar Páll Eydal frá Verkís fjallaði um skipulagsáskoranir á lágsvæðum. Í erindinu var kallað eftir hættumati og skýrum viðmiðum um hvað má byggja á lágsvæðum.

Sigurður Sigurðarson frá Vegagerðinni fjallaði um hlutverk Vegagerðarinnar, mælingar og mat á sjávarhæð og hættu af sjávarflóðum.

Skipulag á lágsvæðum

Halldór Björnsson frá Veðurstofunni fjallaði um gerð hættumats vegna sjávarflóða sem nú er í vinnslu hjá stofnuninni.

Ásdís Hlökk Theódórsdóttir frá Skipulagsstofnun fjallaði um hvernig nýta má skipulag til að efla viðnámsþrótt byggðar og samfélags gagnvart náttúruvá og afleiðingum loftslagsbreytinga.

Fundarstjóri var Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar.

Verkís þakkar gestum fyrir þátttökuna. Upptöku af fundinum má nálgast hér. .

Heimsmarkmið

Morgunverðarfundur
Morgunverðarfundur