14/03/2023

Morgunverðarfundur: Þegar notkun svæða breytist og vitað er af mengun

Morgunverðarfundur um jarðvegsmengun

Fimmtudaginn 16. mars nk. stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara auk fundarstjóra og einnig mun sérfræðingur Verkís flytja erindi.

Þau munu m.a. velta fyrir sér:

  • Að hverju þarf að huga þegar iðnaðarsvæði líkt og Ártúnshöfða er breytt í íbúasvæði og vitað er að þar hefur verið mengandi starfsemi um áratuga skeið?
  • Er vitað hvar á landinu er að finna mengaðan jarðveg?
  • Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þar gæti jarðvegur mögulega verið mengaður vegna fyrri starfsemi. Að hverju þarf að huga í því samhengi?
  • Hvaða áskoranir takast ráðgjafar við í mengunarverkefnum á Íslandi og hvernig er hægt að meðhöndla mengaðan jarðvegi?
Jarðvegsmengun. Myndin er samsett.

Erindi morgunverðarfundarins eru eftirfarandi:

Leiðbeiningar, kortasjá og ábendingavefur – Kristín Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun kynnir stuttlega nýútgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar um mengaðan jarðveg, kortasjá sem sýnir menguð svæði á landinu ásamt ábendingavef þar sem almenningi gefst kostur á að senda inn upplýsingar um menguð svæði.

Mengunarrannsóknir ráðgjafans – verkferlar, áskoranir og lausnir – Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, doktor í umhverfis- og jarðefnafræði hjá Verkís

Markvissar mengunarrannsóknir þar sem farið er eftir alþjóðlegum „best practice“ aðferðum gefa skýrari mynd af stöðu mála. Hér verða verkferlar mengunarráðgjafans kynntir, þær áskoranir sem birtast í íslenskum verkefnum og rætt um mögulegar lausnir til meðhöndlunar á menguðum jarðvegi.

Þetta er bara smá olía, gerir engum mein – Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Guðjón mun koma inn á áskoranir sem eru vegna breytinga á landnotkun í skipulagi og uppbyggingu sem fylgir í kjölfarið. Dæmi um slíkt er Ártúnshöfði í Reykjavík þar sem verið  er að breyta landnotkun svæðisins, þ.e. úr iðnaðarsvæði í íbúahverfi sbr. aðalskipulag Reykjavíkur sem gildir til 2040.

Vitað er að á svæðinu hefur verið mengandi starfsemi og má þar nefna framleiðsla á svokölluðum skarna sem var notaður sem áburður, en honum fylgdu ýmis mengandi efni s.s. plast og gler, bílaverkstæði og annar bílaiðnaður, malbikunarstöð, steypustöðvar o.fl.

Gera þarf rannsóknir á mengun í jarðvegi og útbúa áætlun um hvernig eigi að bregðast við með hreinsun eða förgun jarðvegs til að svæðið uppfylli viðmið fyrir íbúðarsvæði sbr. reglugerð um mengaðan jarðveg.

Leifar fortíðar, áskoranir framtíðarinnar – Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia

Í þeim miklu framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Keflavíkurflugvelli stendur Isavia frammi fyrir töluverðum áskorunum vegna mögulegrar jarðvegsmengunar sem á sér uppruna vegna fyrri starfsemi.

Huga þarf að lagalegum sem og samfélagslegum kröfum og réttri meðferð mengaðs jarðvegs og leita lausna ef hún er ekki til staðar í samstarfi við viðeigandi aðila.

Skráning á fundinn fer fram hérhttps://bit.ly/3F7Pzop

Viðburðurinn á FacebookJarðvegsmengun | Facebook

Hér er hægt að fylgjast með fundinum í gegnum Teamshttps://bit.ly/3kWtUc4

Heimsmarkmið

Morgunverðarfundur um jarðvegsmengun