30/04/2018

Ný þekking á háttalagi gæsa vegna kortlagningu ferða þeirra

Gæsir í fréttum
Viðtal við Arnór 29. april 2018

Heiðagæsir sem hafa borið staðsetningartæki í allan vetur eru komnar til landsins eftir að hafa dvalið í Bretlandi í vetur. Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur hjá Verkís, segir að með því að kortleggja ferðir þeirra hafi þegar orðið til ný þekking á háttalagi gæsanna.

Rætt var við Arnór Þóri í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Þar var sagt frá því að í júlí í fyrra sumar hafi fjöldi gæsa verið merktur á Vestur-Öræfum og nokkrir kvenfuglar hafi fengið GPS senda um hálsinn. Verkís, Náttúrustofa Austurlands og Wilfowl & Wetland Traust í Bretlandi fylgdust með ferðum gulanna í vetur og sagði Arnór að eitt og annað hefði komið á óvart.

„Maður sér svona mun á tegundum. Við erum með merktar bæði grágæsir og heiðagæsir og grágæsin er að koma nokkurn veginn beint bara á staðinn sem þær ætla að verpa á, eins og Skúli sem kemur hérna á Egilsstaði og Snjókarl sem kemur hérna niður á Norðfjörð. En heiðagæsin aftur á móti sem er að fara að verpa hérna uppi á Fljótsdalsheiði þar sem núna er væntanlega snjór og þær vita það vissulega, þær margar hverjar fara vestur á bóginn og fara á Suðurlandsundirlendi þar sem þær vita væntanlega að grasið er grænna heldur en hér,“ sagði Arnór Þórir í samtali við RÚV.

Með því að bera ferðir gæsanna saman við gróðurkort má sjá hvernig þær nýta landið og í hvaða fæðu þær sækja á ákveðnum árstíðum og í hvaða fæðu þær sækja á ákveðnum árstíðum og það er mikilvægt að þekkja flugleiðirnar til að ný mannvirki ógni ekki ferðum þeirra.

„Þó við höfum ekki gert það hér, þá hafa sumar af þessum gæsum frá okkur verið nýttar til þess að athuga flugleiðir í gegnum vindmyllusvæði fyrirhuguð í Bretlandi,“ sagði Arnór Þórir einnig.

Hér er hægt að skoða ferðalag gæsanna

Frétt RÚV: GPS-gæsirnar sneru ekki allar heim (17:42)

Gæsir í fréttum
Viðtal við Arnór 29. april 2018