20/06/2022

Óðinstorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin

Óðinstorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin
Darío tekur á móti Íslensku lýsingarverðlaununum 2022

Óðinstorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin. Verkefnið Óðinstorg hefur verið valið til þátttöku fyrir hönd Íslands til Norrænu lýsingarverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent 6. september í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Darío Nunez, arkitekt og lýsingarhönnuður hjá Verkís, tók á móti Íslensku lýsingarverðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins á föstudaginn. Verkefnið Óðinstorg er annað tveggja sem fengu verðlaunin í ár og eru þar með tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna.

Á Íslandi eru vetur langir og dimmir og því skiptir sköpum að hugað sé að lýsingu eins og á Óðinstorgi sem er í hjarta borgarinnar. Verkís hannaði lýsingu torgsins í samvinnu við Basalt arkitekta með íslenskar árstíðir í huga. Lýsingin var meðal þess sem réð úrslitum um hver fékk verkið þegar Óðinstorg fór í útboð hjá borginni.

Horft var til þess að torgið væri aðlaðandi jafnt í dagsbirtu sem rökkri. Mikilvægt var að birtan félli vel að umhverfinu. Tilgangurinn með lýsingunni er að skapa aðlaðandi andrúmsloft jafnvel þegar vetur konungur ræður ríkjum. Lýsingin á Óðinstorgi er því breytileg eftir árstíma og tíma dags.

Í tímariti arc frá febrúar/mars á síðasta ári er viðtal við Darío Gustavo Salazar, lýsingarhönnuð hjá Verkís, um Óðinstorg.

Óðinstorg hefur áður verið tilnefnt til lýsingarverðlaunanna Darc Awards.

Endurgerð Óðinstorgs I Skipulagsmál I Samgöngur og skipulag I Verkefni I www.verkis.is

Heimsmarkmið

Óðinstorg hlýtur íslensku lýsingarverðlaunin
Darío tekur á móti Íslensku lýsingarverðlaununum 2022