21/11/2019

Verkís undirritar rammasamning við Landsnet

Samningarnir sem skrifað var undir eru við Eflu, Hnit,
Mannvit, Norconsult, Verkís, VSÓ og Verkfræðistofu Reykjavíkur og snúa að
kaupum á þjónustu ráðgjafa vegna verkhönnunar, útboðshönnunar og verkeftirlits
nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsmannvirkjum. Innkaupin fara annaðhvort
fram sem bein innkaup eða samkvæmt einföldum útboðum innan rammasamningsins.

Verkís er með víðtækt þjónustuframboð á sviði
raforkuflutnings og áratuga reynslu. Við væntum áframhaldandi góðs
samstarfs við Landsnet í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru í
uppbyggingu og styrkingu flutningskerfis raforku á Íslandi. 

Sjá nánar í frétt á síðu Landsnets.

Sjá þjónustu Verkís á sviði raforkuflutnings.

Samningur við Landsnet
75636096_471840176787258_6081973230745157632_n