10/04/2019

Starfamessa á Suðurlandi 2019

Starfamessa á Suðurlandi 2019
FSU

Starfamessa á Suðurlandi 2019, Í dag munu um 800 nemendur í 9. – 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurlandi sækja Starfamessu 2019. Verkís tekur virkan þátt í viðburðinum sem haldinn er í FSU á Selfossi.

Á Starfamessunni geta tilvonandi og núverandi framhaldsskólar, foreldrar og aðrir áhugasamir kynnt sér hvað sunnlenskt mennta- og atvinnulíf hefur uppá að bjóða þegar kemur að námi og störfum í iðn-, verk- og tæknigreinum.

Öll helstu fyrirtæki á Suðurlandi í þessum greinum verða á messunni og kynna starfsemi sína fyrir gestum og hvaða leiðir nemendur þurfa að fara til þess að ná þeirri hæfni sem til þarf.

Verkís er meðal þessara fyrirtækja og mun starfsfólk okkar á Selfossi standa vaktina á Starfamessunni. Þar fá gestir messunnar tækifæri til að skoða líkan af Stapaskóla í Reykjanesbæ með hjálp sýndarveruleika og ræða um störf Verkís á Suðurlandi.

Verkís annast fullnaðarhönnun allra verkfræðiþátta skólans. Verkefnið er BIM-verkefni og eru öll faglíkön mannvirkisins teiknuð upp í þrívídd að ósk verkkaupans. Á hönnunarstiginu hefur BIM-aðferðafræðin verið notuð í sjóræna mynd og yfirlit af verkefninu, sjónræna hönnunarrýni og árekstrargreiningu faglíkana. Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun fyrir skóla árið 2020/2021.

Heimasíða Starfamessunnar 2019. 

Starfamessa á Suðurlandi 2019
FSU