BIM

BIM

 • BIM

Verkís hefur sett sér markmið um að vera leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í BIM á Íslandi sem getur veitt vandaða og faglega BIM ráðgjöf á alþjóðlegum mælikvarða ásamt því að vera virkur þátttakandi í faglegu starfi á sviði BIM aðferðafræðinnar og BIM innleiðingarinnar á Íslandi. Verkís hefur komið að mörgum BIM verkefnum á Íslandi og í Noregi. 

BIM (e: Building Information Modeling) er aðferðafræði sem nýtist á líftíma mannvirkis, allt frá hönnun til verklegra framkvæmda, reksturs og viðhalds. BIM líkan er byggt upp af þrívíðum byggingarhlutum ásamt upplýsingum um þá. 

Með BIM gefst tækifæri til að: 

 • auka gæði hönnunar
 • minnka kostnað við framkvæmd
 • lágmarka áhættu
 • byggja umhverfisvænni mannvirki
 • hagræða á rekstrartíma mannvirkis

Framsækin hönnun 
Verkís leggur áherslu á að tileinka sér nútímalegar lausnir við úrlausn verkefna. Með notkun BIM líkana í fyrstu fösum hönnunar gefst tækifæri til að framkvæma verkfræðilegar greiningar og taka upplýstari ákvarðanir fyrr í hönnunarferlinu, ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á gæði og rekstur mannvirkis og er oft of seint að taka á síðari stigum. 

Samræming líkana
Verkís hefur náð góðum árangri í samræmingu og árekstragreiningu BIM líkana með því að nýta nýjustu tækni í skýjaþjónustu og opnu aðgengi allra að upplýsingum um árekstragreiningu á hverjum tíma. 

Hönnun burðarvirkja, tæknikerfa og arkitekta er árekstragreind sjálftvirkt sem auðveldar úrvinnslu hönnuða. Niðurstaðan er betri hönnun sem skilar sér í færri fyrirspurnum og minni kostnaði á framkvæmdatíma. 

BIM aðgerðaáætlun
Ekkert verkefni er eins og þess vegna nálgumst við hjá Verkís hvert BIM verkefni út frá þörfum viðkomandi verkefnis og verkkaupa. 

Svona er ferlið:
1. Greina BIM aðgerðir út frá markmiðum verkefnis
2. Þróa BIM ferla fyrir verkefnið
3. Skilgreina innihald líkana
4. Velja innviði sem styðja við valdar BIM aðgerðir og ferla 

Sjá nánar í bækling. 

David-fridgeirsson-h3

 • Davíð Friðgeirsson
 • BIM ráðgjafi / Byggingafræðingur
 • Svið: Byggingar
 • df@verkis.is

Sigurdur_jonjonsson_h3

 • Sigurður Jón Jónsson
 • Rafmagnstæknifræðingur / MBA / Rekstrarstjóri
 • Svið: Byggingar
 • sjj@verkis.is

Þjónusta

 • Þrívíddarskönnun
 • Hönnunarlíkön
 • Samræming líkana
 • Hönnunarrýni
 • Kostnaðarmat
 • Líkan af fyrirliggjandi aðstæðum
 • Sjónræn framkvæmdaáætlun
 • Burðarþolsgreining
 • Lýsingargreining 
 • Orkugreining
 • Greining á lagnakerfum
 • Brunagreiningar
 • Hljóðgreiningar
 • Gerð rekstrarlíkans
 • Byggingastjórnun og eftirlit