BIM
 • BIM

BIM

Verkís hefur sett sér markmið um að vera leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í BIM (upplýsingalíkön mannvirkja) á Íslandi sem getur veitt vandaða og faglega BIM ráðgjöf á alþjóðlegum mælikvarða ásamt því að vera virkur þátttakandi í faglegu starfi á sviði BIM aðferðarfræðinnar og BIM innleiðingarinnar á Íslandi.

Með notkun BIM líkana í fyrstu fösum hönnunar gefst tækifæri til að framkvæma verkfræðilegar greiningar og taka upplýstari ákvarðanir fyrr í hönnunarferlinu. Ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á gæði og rekstur mannvirkis og er oft of seint að taka á síðari stigum. Verkís leggur áherslu á að ná tökum á þessum greiningum og geta beitt þeim í verkefnum þegar við á.  

Verkís hefur komið að mörgum BIM verkefnum á Íslandi og í Noregi.  

Með BIM aðferðarfræðinni gefst tækifæri til að: 

 • auka gæði hönnunar
 • hagræða í verklegum framkvæmdum
 • byggja umhverfisvænni mannvirki
 • spara í orkunotkun á rekstrartíma
 • hagræða á rekstrartíma mannvirkis

Sjá nánar í bækling. 

David-fridgeirsson-h3

 

Tengiliður:
Davíð Friðgeirsson - BIM ráðgjafi / Byggingafræðingur
df@verkis.is

Þjónusta

 • 3D Skönnun og líkan af fyrirliggjandi aðstæðum
 • Gerð hönnunarlíkans og rekstrarlíkans
 • Samræming líkana
 • Hönnunarrýni
 • Kostnaðarmat og framkvæmdaáætlun
 • Burðarþolsgreining
 • Lýsingar- og orkugreining
 • Greining á lagnakerfum
 • Bruna- og hljóðgreiningar
 • Byggingastjórnun og eftirlit